Tíu daga ofurstart - hefst 7. maí
Breyttu líðan, breyttu lífi – komdu þér í sumarformið!
10 daga ofurstart með Gurrý og Ingu - hefst 7. maí!
Ertu komin með nóg af lélegu mataræði og hreyfingarleysi?
Ertu tilbúin fyrir betri líðan?
Við höfum hannað 10 daga ofurstart sem kemur þér í gang og þú kemur ný manneskja út!
Þú færð:
- Æfingamyndband á hverjum degi þar sem þú æfir með Gurrý – einfaldar og árangursríkar æfingar sem þú getur gert heima eða í ræktinni.
- Einfalda og þægilega matseðla frá Ingu, sem samanstanda af hugmyndum fyrir morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimál.
- Nákvæmar leiðbeiningar um hvað er best að borða og hverju er gott að sleppa fyrir hámarks árangur í þessa 10 daga.
- Fullt af fræðslu um hvers vegna hreyfing er mikilvæg og hvað þú getur gert til að bæta henni inn í daglega rútínu.
- Allskonar fræðslu um mataræði, bætiefni og það sem skiptir máli til að koma líkama og sál í rétta gírinn.
Þú þarft að vera tilbúin í að:
- Æfa með Gurrý á hverjum degi í 10-15 mínútur
- Borða hreinan mat og úthugsaðar máltíðir með Ingu.
- Fara í 30 mínútna göngutúr á dag.
- Blanda þér einfalt orkuskot til að byrja alla daga vel og ýta undir meiri brennslu og jafnvægi.
Verð aðeins 6.900.-
Tíu daga ofurstart fer fram í lokuðum Facebook hópi, þar sem allar æfingar, matseðlar og fróðleikur kemur inn.
Þegar þú hefur skráð þig þá færðu tölvupóst með öllum upplýsingum um Facebook hópinn og fleira.
Fylgstu líka með ruslpóstinum þínum ;)
Við byrjum að setja matarplan, uppskriftir og fleira inn mánudaginn 5. maí, þannig ekki bíða með að skrá þig!
ATH! Námskeiðið fæst ekki endurgreitt eftir gögn hafa verið afhent.
Smelltu á "setja í körfu" og með því hefur þú skráningarferlið.
ATH! Mörg stéttarfélög veita styrk til að taka þátt í námskeiðinu. Athugaðu málið hjá þínu stéttarfélagi!