Bætiefnin mín
Er flókið að finna réttu bætiefnin sem henta?
Kynntu þér bætiefnin frá Biocare
Biocare bætiefni
Biocare bætiefnin hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér, alveg síðan ég kynntist þeim fyrst þegar ég var í næringarþerapista námi í Kaupmannahöfn.
Við notuðum nánast eingöngu Biocare bætiefni, þegar við vorum að vinna þar með skjólstæðinga, enda er línan þróuð með vísindi, virkni og gæði í huga.
Biocare bætiefnin eru hágæða vörur sem nú hafa verið framleiddar í yfir 30 ár í Bretlandi.
Stefna fyrirtækisins hefur ávallt verið að hjálpa fólki á öllum aldri með ýmis heilsufarsvandamál, en auðvitað einnig þeim sem vilja hámarka heilsu og vellíðan með inntöku gæða bætiefna.