Ofurhelgi 16.-18. maí
Jóga, slökun, hreint og endurræsandi mataræði – allt á einni Ofurhelgi.
Námskeiðsupplýsingar
🌿Ofurhelgi – þrír dagar – netnámskeið🌿
Viltu hreinsa til á líkama og sál?
Jóga, slökun, hreint og endurræsandi mataræði – allt á einni Ofurhelgi.
📅 Dagsetning: 16. – 18. maí
📅 Undirbúningur: Hefst inni í hópnum 12. maí
⏳ Lengd námskeiðs: 3 dagar
💻 Staðsetning: Á netinu, í Facebook hópi – fylgstu með hvar og hvenær sem þér hentar
Þú færð:
🌿 Jógatíma/myndband á hverjum degi þar sem Gurrý leiðir þig í gegnum einfaldar jógaæfingar, öndun og slökun
🌿Öndunaræfingu/myndband sem þú getur gert á kvöldin áður en þú ferð að sofa
🌿 Einfalda, hreinsandi og blóðsykursjafnandi matseðla frá Ingu, sem samanstanda af hugmyndum fyrir morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimál
🌿 Góðar og mjög einfaldar uppskriftir
🌿 Leiðbeiningar um hvaða fæðu þú sleppir í þessa daga og hvað er best að borða fyrir hreinsun og jafnvægi
🌿 Fræðslu frá Gurrý um um hvernig þú getur tileinkað þér slökun og jafnvægi í daglegu lífi
🌿 Fræðslu frá Ingu um hvernig þú getur hjálpað líkamanum að hreinsa sig og komast í gott jafnvægi með réttu mataræði
Þú þarft að vera tilbúin í að:
✨ Gera jógaæfingar með Gurrý á hverjum degi
✨ Fylgja hreinsandi og blóðsykursjafnandi mataræði fyrir meiri orku og vellíðan, með Ingu
✨ Fara í 30 mínútna göngutúr á dag
✨ Gera öndunaræfingu fyrir svefninn
✨Laga þér hreinsandi og bólgueiðandi heitan drykk á hverjum morgni
💫 Við leggjum áherslu á hreint og endurræsandi mataræði, sem er laust við helstu óþolsvalda 💫
💫 Mataræði sem styður við jafnvægi blóðsykurs, dregur úr sykurlöngun og eykur orkustig 💫
Þriggja daga Ofurhelgi fer fram í lokuðum Facebook hópi, þar sem jógaæfingar, öndunaræfing, matseðlar, uppskriftir og fróðleikur kemur inn.
Við mælum með að mæta snemma til að undirbúa líkama og sál fyrir Ofurhelgina!
Við setjum leiðbeiningar um undirbúning, matarplan, uppskriftir og fleira inn mánudaginn 12. maí, þannig skráðu þig strax og skelltu þér inn í hópinn svo þú missir ekki af neinu.
Þegar þú hefur skráð þig, þá færðu sendan tölvupóst með tengli á Facebook hópinn og allar upplýsingar sem þú þarft.