Bætiefnaráðgjöf
Er flókið að finna réttu bætiefnin sem henta?
Veistu hve stórir skammtar henta þér og hvenær dags er best að taka inn bætiefnin?
Ertu bara að taka eitthvað inn, sem er ekkert endilega að hjálpa og getur jafnvel unnið á móti þér?
Þá er málið að fá aðstoð.
Hvernig virkar ráðgjöfin
Þú hefur samband og við finnum í sameiningu tíma fyrir þig.
Viðtalið fer svo fram í gegnum Zoom og ég sendi þér tengil með góðum fyrirvara.
Ef þú óskar þá get ég tekið fundinn upp og ég sendi þér upptökuna.
Það er mjög gott að þú verðir búin að finna til öll bætiefni sem þú átt í skápum og skúffum, hvort sem þú ert að taka þau inn eða ekki.
Ef þú ert að taka einhver lyf, þá er gott fyrir mig að vita af því.
Svo förum við yfir þetta saman, með tilliti til þinna þarfa og ég kem
með mínar ráðleggingar.
Það er gott að þú vitir að ég vinn út frá því að meira er ekki alltaf betra .
Þú færð svo tölvupóst frá mér eftir fundinn, með þeim
ráðleggingum sem ég gef þér og/eða upptöku af fundinum.
Viðtalið er 40 mínútur og kostar 12.900.-