21 dags Ofurgleði - hefst 5. maí
Framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið 10 daga ofurstarti!
Námskeiðsupplýsingar
21 dags Ofurgleði – framhald af ofurstarti – byrjar 5. maí.
Fyrir alla sem hafa verið með í Ofurstarti og langar í meira!
Taktu þetta áfram og njóttu þess að æfa og hugsa um mataræðið undir dyggri leiðsögn Ingu næringarþerapista og Gurrýjar þjálfara.
21 dags Ofurgleði sem sendir þig í glæsilegum gír áfram inn í árið 2025!
Þú færð:
💥 Æfingamyndband 6 daga vikunnar. Tvær 20-30 mínútna æfingar og fjórar 10 mínútna æfingar. Einn dag í viku er frí. Þú æfir með Gurrý – einfaldar og árangursríkar æfingar sem þú getur gert heima eða í ræktinni.
💥 Æfingaplan frá Gurrý sem þú getur notað heima eða í ræktinni.
💥 Einfalt nýtt matarplan frá Ingu, þar sem við höldum áfram á svipaðri braut og í 10 daga ofurstartinu.
💥 Nákvæmar leiðbeiningar um hvað er best að borða og hverju er gott að sleppa fyrir hámarks árangur í þennan 21 dag.
💥 Nýjar einfaldar uppskriftir.
💥 Fullt af fræðslu um hvers vegna hreyfing er mikilvæg og hvað þú getur gert til að bæta henni inn í daglega rútínu.
💥 Allskonar fræðslumyndbönd og pósta um mataræði, bætiefni, svefn, streitu. Það sem skiptir máli til að halda áfram að hugsa vel um líkama og sál.
Þú þarft að vera tilbúin í að:
💥 Æfa með Gurrý 6 daga vikunnar, 2x í 20-30 mínútur og 4x í uþb 10 mínútur.
💥 Borða hreinan mat og úthugsaðar máltíðir með Ingu, horfa á stutt fræðslumyndbönd og lesa stutta fræðslutexta.
💥 Fara í 30 mínútna göngutúr á dag.
💥 Blanda þér einfalt orkuskot til að taka fyrir máltíðir vel og ýta undir meiri brennslu og jafnvægi.
Gott væri að eiga:
💥 Litla miniband teygju*
💥 Lengri rauða gúmmíteygju*
💥 Eitt sett af handlóðum*
*Þú færð allar upplýsingar um þennan búnað í tölvupósti þegar þú hefur skráð þig.
Verð aðeins 12.900.-
21 dags Ofurgleði fer fram í lokuðum Facebook hópi, þar sem allar æfingar, matseðlar og fróðleikur kemur inn.
Við byrjum að setja matarplan, uppskriftir og fleira inn föstudaginn 2. maí , þannig ekki bíða of lengi með að skrá þig!
Þegar þú hefur skráð þig þá færðu tölvupóst með öllum upplýsingum um Facebook hópinn og fleira.